banner
   mán 22. maí 2023 21:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Emil bjargaði stigi í lokin - Annar sigur KR
Emil Atlason
Emil Atlason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tveimur leikjum var að ljúka í Bestu deildinni þar sem gestaliðin nældu í þrjú stig.


Stjarnan og Fylkir mættust í Garðabænum en eftir ansi rólegan fyrri hálfleik en Ísak Andri Sigurgeirsson kom heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik.

Pétur Bjarnason jafnaði metin og hann lagði svo upp fyrir Nikulás Val stuttu síðar og skyndilega voru Fylkismenn komnir með forystuna.

Það var síðan í uppbótartíma sem Emil Atlason skoraði með skalla eftir aukaspyrnu og tryggði Stjörnunni stig.

Fram fékk KR í heimsókn í hinum leik kvöldsins. KR-ingar hafa byrjað tímabilið afar illa en Atli Sigurjónsson náði forystunni fyrir liðið á 10. mínútu.

Eftir hálftíma leik var staðan orðin 2-0 þegar Theodór Elmar Bjarnason skoraði.

Það vakti athygli að Atli var tekinn af velli í hálfleik, hlítur að vera vegna meiðsla.

Brynjar Gauti minnkaði muninn fyrir Fram þegar skammt var til leiksloka en nær komust þeir ekki og sigur KR staðreynd.

Stjarnan 1 - 2 Fylkir
1-0 Ísak Andri Sigurgeirsson ('56 )
1-1 Pétur Bjarnason ('75 )
1-2 Nikulás Val Gunnarsson ('85 )

Lestu um leikinn

Fram 1 - 2 KR
0-1 Atli Sigurjónsson ('10 )
0-2 Theodór Elmar Bjarnason ('31 )
1-2 Brynjar Gauti Guðjónsson ('86 )

Lestu um leikinn


Athugasemdir
banner
banner
banner