Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 22. maí 2023 18:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Newcastle og Leicester: Maddison og Barnes á bekknum
Mynd: Getty Images

Newcastle og Leicester mætast í gríðarlega mikilvægum leik í næst síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Newcastle þarf aðeins eitt stig til að gulltryggja sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Leicester fer upp úr fallsæti með sigri í kvöld.


Það er aðeins ein breyting hjá heimamönnum en það er nauðsynleg breyting. Joe Willock er meiddur og Sean Longstaff kemur inn í hans stað.

Dean Smith gerir áhugaverðar breytingar. Hann virðist stilla upp í fimm manna vörn með Souttar, Faes og Evans í miðvörðunum. Þá eru Harvey Barnes og James Maddison á bekknum. Þeir hafa komið að 22 mörkum á þessu tímabili.

Newcastle: Pope, Trippier, Schar, Botman, Burn, Joelinton, Guimaraes, Longstaff, Almiron, Wilson, Isak
(Bekkur: Dubravka, Dummett, Gordon, Saint-Maximin, Lewis, Targett, Murphy, Anderson, Miley)

Leicester: Iversen, Thomas, Souttar, Faes, Evans, Castagne, Ndidi, Soumare, Tielemans, Vardy, Iheanacho
(Bekkur: Smithies, Barnes, Kristiansen, Amartey, Daka, Mendy, Praet, Tete, Maddison)


Athugasemdir
banner
banner