Vinicius Jr. leikmaður Real Madrid átti erfiðan dag í gær þegar Real Madrid tapaði gegn Valencia í spænsku deildinni.
Vinicius fékk að líta rauða spjaldið í fyrsta sinn á ferlinum en hann lenti í slagsmálum við leikmenn Valencia. Hann var augljóslega pirraður eftir að hafa orðið fyrir kynþáttafordómum sem enginn veitti athygli.
Stuðningsmennirnir hafa verið settir í lífstíðarbann en forseti La Liga gerði lítið úr upplifun Vinicius Jr eftir leikinn.
Casemiro leikmaður Man Utd, fyrrum leikmaður Real og samherji Vinicius hjá brasilíska landsliðinu sýnir honum stuðning.
„Ég er svekktur og sorgmæddur, skammast mín að sjá rasisma endurtaka sig gegn liðsfélaga mínum Vinicius Junior. Við getum ekki sætt okkur við þetta vandamál sem hefur áhrif á heil samfélög og ekkert gert í þessu," skrifar Casemiro.
„Dómstóll götunnar er ekki nóg, það þarf að refsa þeim. La Liga verður að grípa strax inn í því þessi atvik sverta ekki aðeins spænskan fótbolta heldur heimsfótboltann. Það hljóta allir að vera sammála: Engin þolinmæði."