Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 22. maí 2023 15:00
Elvar Geir Magnússon
Dæmdi úrslitaleik HM og mun nú dæma úrslitaleik Meistaradeildarinnar
Szymon Marciniak á Laugardalsvelli.
Szymon Marciniak á Laugardalsvelli.
Mynd: Eyþór Árnason
Pólski dómarinn Szymon Marciniak sem dæmdi úrslitaleik HM í Katar með glæsibrag hefur verið valinn til að dæma úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þetta árið, leik Manchester City og Inter sem fram fer í Istanbúl 10. júní.

Marciniak hefur aldrei áður dæmt úrslitaleik í Evrópukeppni. Hann er 42 ára gamall og hefur verið að dæma í rúmlega 20 ár. Hann varð FIFA dómari fyrir tólf árum síðan.

Marciniak hefur dæmt eftirminnilega leiki hjá Íslandi í gegnum tíðina. Hann dæmdi sigur okkar gegn Austurríki á EM 2016, sigur okkar liðs gegn Tyrklandi í undankeppninni fyrir HM í Rússlandi og svo jafnteflið gegn Argentínu á lokamótinu sjálfu.

UEFA gaf það út í dag hvaða dómarar dæma úrslitaleikina í Evrópukeppnunum.

Úrslitaleikur Meistaradeildar karla: Man City - Inter, 10. júní í Istanbúl:
Szymon Marciniak (Pólland)

Úrslitaleikur Meistaradeildar kvenna: Barcelona - Wolfsburg, 3. júní í Eindhoven:
Cheryl Foster (Wales)

Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar: Sevilla - Roma, 31. maí í Búdapest:
Anthony Taylor (England)

Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar: Fiorentina - West Ham, 8. júní í Prag:
Carlos del Cerro Grande (Spánn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner