Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. maí 2023 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dean Smith: Ég ætla ekki að afsaka leikstílinn
Mynd: EPA

Leicester nældi í stig gegn Newcastle á St James' Park í kvöld. Liðið er tveimur stigum frá öruggu sæti þegar ein umferð er eftir.


Það var ljóst að Dean Smith var aðeins með í huga að koma í veg fyrir að Newcastle myndi skora. Hann stillti upp þremur miðvörðum í byrjunarliðinu og geymdi menn á borð við James Maddison og Harvey Barnes á bekknum.

Liðið átti enga tilraun að marki fyrr en í uppbótartíma en Newcastle var með rúmar 20 tilraunir án þess að skora.

„Við höfum tekið þetta í síðasta leikinn og látið Everton þurfa á sigri að halda, við urðum að gera það," sagði Smith.

„Ég ætla ekki að afsaka leikstílinn, við urðum að halda okkur inn í leiknum. Newcastle hefur gufusoðið nokkur lið hérna og við gátum ekki leyft þeim að gera það. Við vorum agaðir, þeir fengu færi en þeir hafa fengið þau gegn flestum liðum hérna."


Athugasemdir
banner
banner
banner