Liðsval Dean Smith stjóra Leicester hefur vakið mikla athygli en hann geymir James Maddison og Harvey Barnes á bekknum fyrir mikilvægan leik gegn Newcastle í kvöld.
Þeir hafa komið að 22 mörkum á tímabilinu en með sigri í kvöld fer liðið upp úr fallsæti. Smith útskýrði uppstillinguna í viðtali hjá Sky Sports.
„Við ákváðum að breyta til, það verður að vera erfiðara að vinna okkur. Við höfum verið að reyna vinna leiki en við hefðum þurft að skora sex og fjögur mörk til að vinna síðustu leiki, það má ekki halda áfram svo okkur fannst við þurfa gera breytingar," sagði Smith.
„Við völdum lið sem við teljum að geti unnið en við erum einnig með leikmenn á bekknum sem geta haft áhrif á leikinn. Ég þurfti að íhuga þetta vel og lengi. Eftir að hafa horft á leikinn þeirra gegn Brighton, þeir eru sterkir í föstum leikatriðum svo okkur fannst við þurfa annan miðvörð í liðið."