Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 22. maí 2023 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Newcastle í Meistaradeildina eftir ótrúlega yfirburði
Mynd: Getty Images

Newcastle 0 - 0 Leicester City


Newcastle mun taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili en það var ljóst eftir markalaust jafntefli gegn Leicester í kvöld.

Það er hreint með ólíkindum að Newcastle hafi ekki tekist að skora en liðið átti yfir 20 tilraunir að marki en stangirnar voru með Leicester í liði.

Nick Pope markvörður Newcastle var áhorfandi á leiknum nánast allan tíman en Leicester átti ekki skot að marki fyrr en í uppbótartíma en þá þurfti Pope að taka á honum stóra sínum þegar Timothy Castagne átti skot á markið.

Markalaust jafntefli var niðurstaðan og fögnuðu Newcastle menn því gífurlega enda komnir í deild þeirra bestu ásamt Man City og Arsenal en Man Utd þarf aðeins eitt stig í síðustu tveimur leikjunum til að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni.

Leicester er tveimur stigum frá öruggu sæti fyrir lokaumferðina en liðið fær West Ham í heimsókn þá. Everton sem er fyrir ofan Leicester fær Bournemouth í heimsókn í lokaumferðinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner