Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. maí 2023 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Forest er tilbúið að borga vel til þess að kaupa Henderson
Dean Henderson.
Dean Henderson.
Mynd: Nottingham Forest
Nottingham Forest, sem tryggði sér áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi, hefur áhuga á því að kaupa markvörðinn Dean Henderson frá Manchester United í sumar.

Frá þessu greinir Manchester Evening News.

Forest er tilbúið að borga allt að 30 milljónir punda fyrir hinn 26 ára gamla Henderson.

Henderson hefur verið hjá Forest á láni á þessari leiktíð en hann hefur lítið getað beitt sér seinni hluta tímabilsins vegna meiðsla.

Það er talið ólíklegt að Henderson eigi framtíð hjá Man Utd en David de Gea hefur verið aðalmarkvörður þar síðan árið 2011.

Forest lagði Arsenal að velli, 1-0, um síðustu helgi og verður áfram í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner