mán 22. maí 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Baráttuleikir í neðri hluta Bestu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír síðustu leikirnir í 8. umferð Bestu deildar karla fara fram í kvöld.

ÍBV og FH mætast á Hásteinsvelli klukkan 18:00 áður en Fram tekur á móti KR í Reykjavíkurslag klukkan 19:15.

Stjarnan og Fylkir eigast þá við á Samsung-vellinum en þar mætir Rúnar Páll SIgmundsson, þjálfari Fylkis, sínu gamla félagi.

Þá eru þrír leikir í 4. umferð Bestu deildar kvenna. Íslandsmeistarar Vals mæta ÍBV á Origo-vellinum, Þróttur spilar við Þór/KA og Keflavík tekur á móti Selfyssingum.

Leikir dagsins:

Besta-deild karla
18:00 ÍBV-FH (Hásteinsvöllur)
19:15 Fram-KR (Framvöllur)
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsungvöllurinn)

Besta-deild kvenna
18:00 Þróttur R.-Þór/KA (AVIS völlurinn)
18:00 Valur-ÍBV (Origo völlurinn)
19:15 Keflavík-Selfoss (Nettóhöllin-gervigras)

Lengjudeild karla
19:15 Grindavík-Njarðvík (Stakkavíkurvöllur)
19:15 ÍA-Afturelding (Norðurálsvöllurinn)

5. deild karla - A-riðill
20:00 Léttir-Hafnir (ÍR-völlur)
20:00 RB-Úlfarnir (Nettóhöllin)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner