Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. maí 2023 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Martraðar kvöld fyrir Juventus
Verið erfiður dagur fyrir Max Allegri og félaga
Verið erfiður dagur fyrir Max Allegri og félaga
Mynd: EPA
Chiesa skoraði
Chiesa skoraði
Mynd: Getty Images

Empoli 4 - 1 Juventus
1-0 Francesco Caputo ('18 , víti)
2-0 Sebastiano Luperto ('21 )
3-0 Francesco Caputo ('48 )
3-1 Federico Chiesa ('85 )
4-1 Roberto Piccoli ('90 )


Það gengur ekkert upp hjá Juventus þessa dagana en liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í vikunni eftir tap gegn Sevilla.

Í kvöld kom svo í ljós að 10 stig voru dregin af liðinu eftir að áfrýjun þeirra fyrr á þessu tímabili var snúið við. Liðið missti 15 stig fyrr á tímabilinu en fékk þau til baka en niðurstaðan er nú að 10 stig hafa verið dregin af þeim.

Það þýðir að liðið er í 7. sæti og fimm stigum frá Meistaradeildarsæti þegar tvær umferðir eru eftir.

Liðið mætti Empoli í deildinni í kvöld og byrjaði betur þar sem Federico Gatti kom boltanum í netið eftir skalla frá Arkadeuz Milik sem hafnaði í slánni. Dómari leiksins dæmdi hins vegar brot og markið ógilt.

Empoli komst yfir með marki úr vítaspyrnu á 18. mínútu og staðan var orðin 2-0 þremur mínútum síðar.

Empoli gerði út um leikinn strax í upphafi síðari hálfleik þegar þriðja markið kom. Federico Chiesa klóraði í bakkann en Empoli skoraði síðasta markið í uppbótartíma.

Juventus er fimm stigum á eftir AC Milan sem situr í fjórða sæti en liðin mætast í næst síðustu umferð. Juventus endar tímabilið gegn Udinese sem siglir lygnan sjó.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner