mán 22. maí 2023 18:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Juventus missir aftur stig - Falla niður í sjöunda sæti
Mynd: EPA

Dregin hafa verið 10 stig af Juventus en þetta kom í ljós í dag. Fyrr á tímabilinu voru 15 stig dregin af liðinu sem félagið áfrýjaði og liðið fékk stigin til baka.

Ítalska fótboltasambandið áfrýjaði hins vegar áfrýjun Juventus og er niðurstaðan að 10 stig verða dregin af liðinu.


Það þýðir að liðið er í 7. sæti eftir jafntefli Roma í dag gegn Salernitana. Juventus og Roma eru með jafn mörg stig eins og staðan er núna en Juventus er að spila gegn Empoli í þessum skrifuðu orðum.

Með sigri fer liðið upp í fimmta sæti og mætir AC Milan um helgina í næst síðustu umferðinni. Með sigri þar kemst liðið aftur upp í Meistaradeildarsæti.

Sex fyrrum stjórnarmenn Juventus, Pavel Nedved, Paolo Garimberti, Assia Grazioli Venier, Caitlin Mary Hughes, Daniela Marilungo, Francesco Roncaglio og Enrico Vellano hafa verið sýknaðir af ákærum vegna málsins.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner
banner