Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. maí 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Kom aldrei til greina að yfirgefa Barcelona
Mynd: Getty Images
Frenkie de Jong, miðjumaður Barcelona á Spáni, vildi aldrei fara frá Barcelona síðasta sumar en hann segir frá þessu í viðtali við NOS.

Barcelona reyndi að þrýsta á De Jong til að fara frá félaginu enda gat það fengið um 70 milljónir punda fyrir leikmanninn.

De Jong neitaði að yfirgefa Börsunga og vildi þá Xavi, þjálfari félagsins, halda honum, en það var ekki í þeirra höndum.

Hann var áfram hjá félaginu og vann spænsku deildina á þessu tímabili en De Jong vonast eftir því að vera hjá liðinu um ókominn tíma.

„Manchester United ræddi við Barcelona þrátt fyrir að ég vildi vera áfram hjá félaginu. Barcelona var í erfiðri stöðu og gátu selt mig fyrir háa upphæð en ég hafði ekki áhuga á að fara neitt. Ef allt gengur upp hjá mér og félaginu þá vil ég vera hér eins lengi og möguleiki er á. Ég er búinn að vinna deildina hérna og nú er bara eitt í viðbót sem ég vil vinna á þessu tímabili og það er Þjóðadeildin með hollenska landsliðinu. Það er ekki EM eða HM en það gefur góð fyrirheit að vinna þessa keppni,“ sagði De Jong.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner