Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. maí 2023 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kudus stefnir á að skipta um félag í sumar - Áhugi frá Englandi
Mohammed Kudus.
Mohammed Kudus.
Mynd: EPA
Mohammed Kudus hefur tjáð hollenska stórliðinu Ajax það að hann vilji yfirgefa félagið í sumar.

Frá þessu greinir David Ornstein hjá The Athletic.

Kudus er 22 ára gamall Ganverji sem hefur verið á mála hjá Ajax frá 2020. Þar áður var hann hjá Nordsjælland í Danmörku þar sem hann vakti mikla athygli.

Kudus getur leyst allar stöðurnar framarlega á vellinum en hann hefur á þessari leiktíð gert 18 mörk í 40 leikjum.

Kudus er samningsbundinn Ajax til 2025 en hann er búinn að hafna nýju samningstilboði frá félaginu og ætlar sér að fara. Hann vill fá aðra áskorun en það er ljóst að það verður mikill áhugi á honum í sumar.

Hann hefur til að mynda verið orðaður við Arsenal og Manchester United. Kaupverðið verður líklega í kringum 40 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner