
Það var dramatík þegar ÍA fékk Aftureldingu í heimsókn í Lengjudeildinni í kvöld.
Afturelding var með forystuna í hálfleik þar sem Arnór Gauti skoraði. Hann hefði getað tvöfaldað forystuna stuttu síðar en Árni Marinó sá við honum.
ÍA kom boltanum í netið undir lok fyrri hálfleiks en eftir smá umhugsun ákvað Sigurður Hjörtur dómari leiksins að dæma brot og ógilda markið.
Afturelding var manni færri síðustu 20 mínúturnar eftir að Sævar Atli Hugason fékk að líta beint rautt spjald fyrir brot á Arnóri Smárasyni.
Manni fleiri tókst Skagamönnum að jafna metin á lokasekúndum leiksins.
Grindvíkingar lögðu Njarðvíkinga á heimavelli 1-0. Afturelding og Grindavík eru í tveimur efstu sætunum en Skagamenn í næst neðsta sæti og Njarðvík þar fyrir ofan.
ÍA 1 - 1 Afturelding
0-1 Arnór Gauti Ragnarsson ('29 )
1-1 Hlynur Sævar Jónsson ('94 )
Rautt spjald: Sævar Atli Hugason, Afturelding ('71) Lestu um leikinn
Grindavík 1 - 0 Njarðvík
1-0 Marko Vardic ('51 )

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |