Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 22. maí 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Matthaus hélt að brottrekstur Nagelsmann væri grín - „Það var ekki 1. apríl“
Lothar Matthaus
Lothar Matthaus
Mynd: Getty Images
Lothar Matthaus, fyrrum leikmaður Bayern München og þýska landsliðsins, hélt um grín væri að ræða þegar félagið ákvað að reka Julian Nagelsmann í mars.

Nagelsmann vann deildina tvisvar á tíma sínum hjá Bayern og var liðið á góðri leið með að klára deildina þriðja árið í röð áður en hann var rekinn.

Liðið var enn í bikar og Meistaradeild en Bayern tók ákvörðunina þar sem félagið taldi að hann væri ekki rétti kosturinn til að leiða liðið áfram.

Thomas Tuchel var fenginn inn í hans stað og eftir ráðninguna datt liðið úr bikarnum og Meistaradeild og er þá að missa titilinn í hendurnar á Borussia Dortmund.

Matthaus á erfitt með að skilja þessa pælingu Bayern.

„Tuchel var á leiðinni til Juventus og Bayern var stressað yfir því að það myndi gerast. Tuchel var án félags og Bayern hafði ekki 100 prósent trú á Nagelsmann. Það er ekki hægt að reka hann ef hann vinnur deildina þrjú ár í röð þannig það ákvað að reka hann strax. Ég hélt í fyrstu að þetta væri brandari, en það var ekki 1. apríl,“ sagði Matthaus í viðtali við Goal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner