Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 22. maí 2023 16:30
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeild kvenna ekki í opinni dagskrá á næsta tímabili
Glódís Perla Viggósdóttir í Meistaradeildarleik Bayern München og Arsenal.
Glódís Perla Viggósdóttir í Meistaradeildarleik Bayern München og Arsenal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Flestir leikir í Meistaradeild kvenna verða sýndir gegn áskriftargjaldi á næsta tímabili en Dazn sem fer með útsendingaréttinn á keppninni hefur staðfest þetta.

Leikirnir hafa verið sýndir í opinni dagskrá á Youtube en breyting mun verða á og 49 af 61 leik næsta tímabils verða í gegnum nýtt áskriftarkerfi sem mun kosta í kringum 1.740 krónur á mánuði.

Hinir 19 leikirnir verða í opinni dagskrá á Youtube en þar á meðal eru 8-liða úrslitin, undanúrslitin og úrslitaleikurinn.

„Við höfum verið að auka sýnileika keppninnar í samstarfi með Youtube. Áhorfið á keppnina í ár var meira en fyrir ári. Nú er rétti tíminn að breyta þessum sýnileika í hagkvæmni og auka verðmæti vörunnar þegar til lengri tíma er litið," segir Veronica Diquattro hjá Dazn.

Fyrirtækið vonast til þess að meirihluti stuðningsmanna muni styðja þessa þróun og hún verði til þess að fleiri fjárfesti í kvennafótbolta og hún muni stuðla að því að leikmenn fái þau laun sem þeir eiga skilið.
Athugasemdir
banner