Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 22. maí 2023 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu atvikið: Olnbogi Nikolaj fór í andlit Eiðs Atla
Nikolaj Hansen.
Nikolaj Hansen.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Eiður Atli.
Eiður Atli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry.
Kjartan Henry.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Elías Ingi dæmdi ekki brot.
Elías Ingi dæmdi ekki brot.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undir lok leik HK og Víkings í gær, nánar tiltekið á 89. mínútu leiksins, tók Ingvar Jónsson markvörður Víkings útspark. Nikolaj Hansen, sóknarmaður Víkings, og Eiður Atli Rúnarsson, varnarmaður HK, fóru upp í skallaeinvígi og vann danski framherjinn boltann.

Eiður Atli lá hins vegar eftir þar sem olnboginn á Nikolaj fór í höfuðið á honum.

Elías Ingi Árnason, dómari leiksins, dæmdi ekki á atvikið en stöðvaði leikinn örfáum sekúndum síðar þar sem Eiður lá eftir og hélt um höfuð sér.

„Niko fer með olnbogann beint í andlitið á honum," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson sem lýsti leiknum á Stöð 2 Sport með Guðmundi Benediktssyni. „Óviljaverk," bætti Sigurbjörn við.

Atvikið átti sér stað í stöðunni 1-2 fyrir Víkingi sem reyndust lokatölur leiksins.

FH sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sú ákvörðun að dæma Kjartan Henry Finnbogason í leikbann fyrir að fara með olnbogann í andlit Nikolaj Hansen í leik FH og Víkings um síðustu helgi var harðlega gagnrýnd.

Stuðningsmenn FH voru ekki sáttir við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar og kalla á leikbann á Nikolaj fyrir atvikið í gær.

Kristján Óli Sigurðsson, einn af meðlimum Þungavigtarinnar, birtir myndskeið á Twitter af atvikinu þar sem Nikolaj og Eiður fara upp í skallaeinvígi og skrifar: „Dæmi hver fyrir sig."





Atvikið sem Kjartan var dæmdur í bann fyrir má sjá eftir hálfa mínútu í spilaranum hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner