Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. maí 2023 13:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið sem hélt titilvonum Man Utd á lífi
Markinu fagnað.
Markinu fagnað.
Mynd: Getty Images
Manchester United hélt lífi í tilbaráttunni í úrvalsdeild kvenna á Englandi í gær með dramatískum 2-1 sigri gegn nágrönnum sínum í Manchester City.

Þetta er í fyrsta sinn þar sem Man Utd vinnur Man City í úrvalsdeild kvenna.

Hayley Ladd skaut United í forystu á 2. mínútu með góðu skoti af 20 metra færi. Man City náði að jafna en það var sænska landsliðskonan Filippa Angeldal sem skoraði.

Það var útlit fyrir að Chelsea myndi fagna titlinum en í uppbótartíma skoraði Lucia Garcia sigurmark United og tryggði dramatískan 2-1 sigur.

United á því enn möguleika á að vinna titilinn en liðið er nú með 53 stig, tveimur stigum á eftir Chelsea. United mætir Liverpool í lokaumferðinni á meðan Chelsea spilar við botnlið Reading. Chelsea er með 48+ í markatölu og United er með 43+. Þetta verður svo sannarlega áhugavert og spennandi í lokaumferðinni sem verður leikin í heild sinni næsta laugardag.

Chelsea er ríkjandi meistari en kvennalið Man Utd var stofnað 2018 í núverandi mynd og er í leit að sínum fyrsta titli.

Hægt er að sjá myndband af dramatísku sigurmarki Man Utd frá því í gær hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner