Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 22. maí 2023 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Snýr Milos aftur til Svíþjóðar?
Milos Milojevic.
Milos Milojevic.
Mynd: Getty Images
Rauða stjarnan í Belgrad tilkynnti í síðustu viku að Milos Milojevic muni yfirgefa félagið í sumar. Þrátt fyrir frábæran árangur og yfirburðasigur í serbnesku deildinni verður samningur hans ekki framlengdur.

Rauða stjarnan vann sinn 34. meistaratitil undir stjórn Milosar og á bikarúrslitaleik framundan. Um mánaðamótin mun Milos hinsvegar láta af störfum.

Talað er um það í serbneskum fjölmiðlum að Milos sé ekki að spila nægilega skemmtilegan fótbolta - þó markatalan 79:17 - og sé ekki stærsta nafnið í bransanum. Því ætli félagið að gera þjálfaraskipti en það eru ekki allir sammála um að það sé rétt og hefur þetta verið gagnrýnt.

Það þykir líklegt að Milos muni snúa aftur til Svíþjóðar þar sem fjölskylda hans er búsett. Hann hefur áður stýrt Malmö, Hammarby og Mjällby.

Það eru nú þegar farnar af stað sögusagnir um að Milos muni taka við AIK en það er pressa á Andreas Brännström, núverandi þjálfara liðsins. Þá er laust starf hjá Gautaborg í augnablikinu.

Milos er með íslenskan ríkisborgararétt og er fyrrum þjálfari Breiðabliks og Víkings.


Athugasemdir
banner