Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. maí 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
„Vil óska Arsenal til hamingju“
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester CIty, fagnaði eflaust langt fram eftir kvöldi í gær en liðið hefur nú unnið ensku úrvalsdeildina þrjú ár í röð og fimm sinnum á síðustu sex árum.

Man City komst að því á laugardag að liðið væri Englandsmeistari eftir að Arsenal tapaði fyrir Nottingham Forest.

Það var því alvöru partí á Etihad-leikvanginum í gær er liðið mætti Chelsea og var því auðvitað fagnað með 1-0 sigri.

Það vantar eitt í safn Man City og það er Meistaradeild Evrópu.

„Tilfinningin sem ég er að upplifa núna eru fimm deildartitlar og eiga enn úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir. Við höfum unnið marga titla en það er ekki hægt neita því að það væri ósanngjarnt að þurfa að vinna Meistaradeildina til þess að sýna virði þess sem við höfum gert.“

„Ég veit að við verðum ekki heilir ef við vinnum ekki Meistaradeildina og stundum er gott að tjá sig í spilinu. Við munum fyrr eða síðar vinna keppnina jafnvel þó við gerum það ekki núna. Við erum mættir þangað þannig við verðum að reyna.“


Arsenal var á tímapunkti með átta stiga forystu á toppnum en glutraði henni niður í apríl og maí. Guardiola segir að liðið geti verið stolt af árangrinum á tímabilinu.

„Ég og Mikel eigum í góðu sambandi og ég vil óska þeim til hamingju með það sem þeir hafa gert. Hann hefur komið liðinu aftur á þann stall sem liðið var á hér áður fyrr. Þetta var svipaður bardagi og gegn Liverpool á síðustu árum. Þeir ýttu okkur að þolmörkum og þurftum að vinna tólf leiki í röð. Eftir að hafa fengið 50 stig í fyrri hlutanum misstu þeir nokkur stig og við vorum mættir og þeir fundu fyrir það.

„Það er þessi tilhneiging að vanmeta þá en þeir eru sigurvegarar og við pressuðum á þá en þeir gerðu frábærlega. Ég myndi vera stoltur af þeim og bara hvaðan þeir eru að koma. Þeir verða að viðhalda þessu en alla vega þá eru þeir sigurvegarar og ég þurfti að hugsa mikið út í það hvað við þyrftum að gera til að vinna þá. Við neituðum því að gefast upp og sýndum grimmd því við vissum að við þyrftum að vinna hvern einasta leik annars myndi þetta ekki takast
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner