Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 22. maí 2023 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vinicius ekki á förum þrátt fyrir mikla kynþáttafordóma
Vinícius Júnior.
Vinícius Júnior.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brasilíski kantmaðurinn Vinicius Junior varð fyrir rasisma í gær þegar Real Madrid tapaði 1-0 fyrir Valencia í spænsku úrvalsdeildinni.

Vinicius grét á meðan leik stóð við að heyra stuðningsmenn vera með kynþáttaníð í hans garð. Vinicius fann umrædda stuðningsmenn og benti dómaranum á þá og það gerðu aðrir liðsfélagar hans líka.

Vinicius hefur orðið fyrir barðinu á rasistum meira og minna allt tímabilið, en spænska úrvalsdeildin hefur lítið gert.

Það hafa verið sögusagnir um það að Vinicius sé búinn að fá nóg af því að vera á Spáni, en ítalski fréttamaðurinn Fabrizio Romano segir frá því að það sé ekki rétt að leikmaðurinn íhugi nú að yfirgefa Real Madrid.

Hann segir að Vinicius ætli sér að vera áfram á Spáni og berjast gegn kynþáttafordómum.

Vinicius, sem er 22 ára, er einn af betri fótboltamönnum í heimi. Hann hefur fengið mikinn stuðning í dag eftir það sem gerðist í gærkvöldi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner