Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 18:52
Ívan Guðjón Baldursson
Alonso: Hef góða tilfinningu fyrir þessum leik
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Xabi Alonso, þjálfari Bayer Leverkusen sem er enn ósigrað á tímabilinu, svaraði spurningum fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Atalanta sem hefst innan skamms.

Alonso hefur gert ótrúlega hluti með Leverkusen á yfirstandandi leiktíð og ætlar ekki að yfirgefa félagið í sumar þrátt fyrir áhuga frá stærstu félögum Evrópu.

Liðið spilar skemmtilegan sóknarbolta undir hans stjórn og segist Alonso ekki ætla að breyta leikstílnum fyrir úrslitaleikinn.

„Við breytum engu í okkar undirbúningi, við erum búnir að spila 51 leik á tímabilinu og leikmennirnir vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera. Núna er kominn tími til að gera okkar besta," sagði Alonso fyrir leik.

„Þetta er ekki bara verkefni dagsins, allt tímabilið hefur leitt okkur hingað og strákarnir eru klárir í slaginn. Ég er með frábært lið og ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik, ég býst ekki við að neitt breytist.

„Við munum bera virðingu fyrir Atalanta en við erum fullir sjálfstrausts. Við vitum hvað við getum gert með okkar leikstíl."

Athugasemdir
banner
banner
banner