Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   lau 22. júní 2019 16:47
Magnús Þór Jónsson
Ágúst: Munum fá inn leikmann í glugganum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks fór með sitt lið á topp PepsiMax-deilarinnar með 3-1 sigri á ÍBV í kaflaskiptum leik í dag.

"Við byrjum ekki leikinn nógu vel, þeir fá þetta draumamark og slá okkur út af laginu.  Við náum að jafna fyrir hálfleik sem gaf okkur sjálfstraust fyrir seinni hálfleikinn.  Við breyttum um kerfi, fórum í 433 sem virkaði, við héldum boltanum betur og sköpuðum okkur færi sem gáfu okkur þessi 3 stig".

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 ÍBV

Leikurinn í dag var lokaleikur Jonathan Hendrickx.

"Það skipti líka máli í dag að við vorum að kveðja Jonathan, þetta var hans síðasti leikur og við þökkum fyrir hans framlag, hann er búinn að vera frábær og við búnir að vera gríðarlega sáttir við hann, hann er að fara til Lommel og mun standa sig frábærlega þar."

Mun hann fylla í skarð hans eða annarra í glugganum.

"Ég hef alltaf sagt og segi enn að við munum bæta við manni í glugganum og ég er gríðarlega sáttur við það."

Blikar hafa nú á nokkrum dögum snúið tveimur leikjum við, það sýnir karakter í toppbaráttunni sem gæti skipt miklu máli.

"Við höfum þurft að koma til baka í siðustu leikjum og sýnt það að við getum breytt um taktík og brugðist við þegar lið ná að matcha okkur, það skiptir miklu."

Nánar er rætt við Ágúst í viðtalinu sem fylgir.

Athugasemdir
banner
banner
banner