Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
banner
   lau 22. júní 2019 16:47
Magnús Þór Jónsson
Ágúst: Munum fá inn leikmann í glugganum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks fór með sitt lið á topp PepsiMax-deilarinnar með 3-1 sigri á ÍBV í kaflaskiptum leik í dag.

"Við byrjum ekki leikinn nógu vel, þeir fá þetta draumamark og slá okkur út af laginu.  Við náum að jafna fyrir hálfleik sem gaf okkur sjálfstraust fyrir seinni hálfleikinn.  Við breyttum um kerfi, fórum í 433 sem virkaði, við héldum boltanum betur og sköpuðum okkur færi sem gáfu okkur þessi 3 stig".

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 ÍBV

Leikurinn í dag var lokaleikur Jonathan Hendrickx.

"Það skipti líka máli í dag að við vorum að kveðja Jonathan, þetta var hans síðasti leikur og við þökkum fyrir hans framlag, hann er búinn að vera frábær og við búnir að vera gríðarlega sáttir við hann, hann er að fara til Lommel og mun standa sig frábærlega þar."

Mun hann fylla í skarð hans eða annarra í glugganum.

"Ég hef alltaf sagt og segi enn að við munum bæta við manni í glugganum og ég er gríðarlega sáttur við það."

Blikar hafa nú á nokkrum dögum snúið tveimur leikjum við, það sýnir karakter í toppbaráttunni sem gæti skipt miklu máli.

"Við höfum þurft að koma til baka í siðustu leikjum og sýnt það að við getum breytt um taktík og brugðist við þegar lið ná að matcha okkur, það skiptir miklu."

Nánar er rætt við Ágúst í viðtalinu sem fylgir.

Athugasemdir
banner
banner