Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 22. júní 2019 16:47
Magnús Þór Jónsson
Ágúst: Munum fá inn leikmann í glugganum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks fór með sitt lið á topp PepsiMax-deilarinnar með 3-1 sigri á ÍBV í kaflaskiptum leik í dag.

"Við byrjum ekki leikinn nógu vel, þeir fá þetta draumamark og slá okkur út af laginu.  Við náum að jafna fyrir hálfleik sem gaf okkur sjálfstraust fyrir seinni hálfleikinn.  Við breyttum um kerfi, fórum í 433 sem virkaði, við héldum boltanum betur og sköpuðum okkur færi sem gáfu okkur þessi 3 stig".

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 ÍBV

Leikurinn í dag var lokaleikur Jonathan Hendrickx.

"Það skipti líka máli í dag að við vorum að kveðja Jonathan, þetta var hans síðasti leikur og við þökkum fyrir hans framlag, hann er búinn að vera frábær og við búnir að vera gríðarlega sáttir við hann, hann er að fara til Lommel og mun standa sig frábærlega þar."

Mun hann fylla í skarð hans eða annarra í glugganum.

"Ég hef alltaf sagt og segi enn að við munum bæta við manni í glugganum og ég er gríðarlega sáttur við það."

Blikar hafa nú á nokkrum dögum snúið tveimur leikjum við, það sýnir karakter í toppbaráttunni sem gæti skipt miklu máli.

"Við höfum þurft að koma til baka í siðustu leikjum og sýnt það að við getum breytt um taktík og brugðist við þegar lið ná að matcha okkur, það skiptir miklu."

Nánar er rætt við Ágúst í viðtalinu sem fylgir.

Athugasemdir
banner
banner
banner