Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   lau 22. júní 2019 16:47
Magnús Þór Jónsson
Ágúst: Munum fá inn leikmann í glugganum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks fór með sitt lið á topp PepsiMax-deilarinnar með 3-1 sigri á ÍBV í kaflaskiptum leik í dag.

"Við byrjum ekki leikinn nógu vel, þeir fá þetta draumamark og slá okkur út af laginu.  Við náum að jafna fyrir hálfleik sem gaf okkur sjálfstraust fyrir seinni hálfleikinn.  Við breyttum um kerfi, fórum í 433 sem virkaði, við héldum boltanum betur og sköpuðum okkur færi sem gáfu okkur þessi 3 stig".

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 ÍBV

Leikurinn í dag var lokaleikur Jonathan Hendrickx.

"Það skipti líka máli í dag að við vorum að kveðja Jonathan, þetta var hans síðasti leikur og við þökkum fyrir hans framlag, hann er búinn að vera frábær og við búnir að vera gríðarlega sáttir við hann, hann er að fara til Lommel og mun standa sig frábærlega þar."

Mun hann fylla í skarð hans eða annarra í glugganum.

"Ég hef alltaf sagt og segi enn að við munum bæta við manni í glugganum og ég er gríðarlega sáttur við það."

Blikar hafa nú á nokkrum dögum snúið tveimur leikjum við, það sýnir karakter í toppbaráttunni sem gæti skipt miklu máli.

"Við höfum þurft að koma til baka í siðustu leikjum og sýnt það að við getum breytt um taktík og brugðist við þegar lið ná að matcha okkur, það skiptir miklu."

Nánar er rætt við Ágúst í viðtalinu sem fylgir.

Athugasemdir
banner