þri 22. júní 2021 18:33
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Króatíu og Skotlands: Dalic gerir fjórar breytingar
Nikola Vlasic er í byrjunarliði Króata
Nikola Vlasic er í byrjunarliði Króata
Mynd: Getty Images
Króatía og Skotland mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum klukkan 19:00 í kvöld en Króatar gera fjórar breytingar á liðinu.

Sime Vrsaljko, Andrej Kramaric, Josip Brekalo og Ante Rebic detta allir út úr liðinu en Marcelo Brozovic, Josip Juranovic, Nikola Vlasic og Bruno Petkovic koma inn.

Billy Gilmour er með Covid-19 og getur ekki verið með Skotum í dag en Stuart Armstrong kemur inn í hans stað. Það er eina breytingin hjá liðinu.

Það er allt undir. Bæði lið þurfa sigur og er það nóg til að komast í 16-liða úrslitin.

Króatía: Livakovic, Juranovic, Lovren, Vida, Gvardiol, Brozovic, Modric, Kovacic, Vlasic, Petkovic, Perisic

Skotland: Marshall, Hanley, McTominay, Tierney, O'Donnell, Robertson, McGregor, Armstrong, McGinn, Adams, Dykes
Athugasemdir
banner
banner