Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   lau 22. júní 2024 18:30
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið Belgíu og Rúmeníu: Belgar gera fjórar breytingar - Trossard bekkjaður
Mynd: Getty Images

Evrópumótið er í fullum gangi og lokaleikur 2. umferðar mótsins fer senn að hefjast þegar Belgar taka á móti Rúmeníu klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður spilaður á Cologne vellinum í Cologne.


Belgar töpuðu fyrsta leiknum sínum á mótinu gegn Slóvakíu 1-0. Þeir voru mjög óheppnir þar sem Lukaku skoraði tvisvar í leiknum en bæði mörkin voru dæmd af. Því er morgunljóst að Belgar koma dýrvitlausir inn í leikinn í kvöld og vilja sanna sig.

Domenico Tedesco, þjálfari Belgíska landsliðsins, stillir upp gífurlega sterku liði eins og við mátti búast. Það sem er áhugaverðast í uppstillingu Belga er að þeir virðast ætla að spila í þriggja manna vörn. Einnig vekur það athygli að Trossard fer á bekkinn eftir seinasta leik.

Belgarnir gera fjórar breytingar frá tapleiknum gegn Slóvökum. Jan Verthongen, Arthur Theate, Youri Tielemans og Dodi Lukebakio eru þeir sem koma inn í liðið.

Rúmenar áttu hins vegar draumabyrjun á mótinu þegar þeir unnu Úkraínumenn 3-0 í góðum leik. 

Eins og við mátti búast er Sergiy Rebrov, þjálfari Rúmena, ekkert mikið að breyta liðinu eftir þennan magnaða sigur. Hann gerir þó eina breytingu á liðinu en Mihai Valentin kemur inn í liðið fyrir Florinel Coman.

Belgía: Casteels, Theate, Vertonghen, Faes, Castagne, Onana, Tielemans, De Bruyne, Doku, Lukaku, Lukebakio

Rúmenía: Nita; Ratiu, Dragusin, Burca, Bancu; M.Marin, R.Marin, Stanciu; Man, Dragus, Mihaila


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner