Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   lau 22. júní 2024 20:00
Sölvi Haraldsson
Douglas Luiz á leið í Juventus - „Here we go!“
Þessi er á leiðinni til Túrín
Þessi er á leiðinni til Túrín
Mynd: EPA

Brasilíski miðjumaðurinn Douglas Luiz er á leið til ítalska félagsins Juventus. Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano er búinn að segja 'Here We Go!' og því stutt í að hann verði nýr leikmaður félagsins.


Aston Villa fær 28 milljónir evra fyrir Luiz og að auki tvo leikmenn. Þann enska Samuel Iling Jr. og þann argentíska Enzo Barrenechea. 

Samuel Iling er tvítugur vinstri kantmaður sem hefur spilað 45 leiki með aðalliði Juventus og skorað í þeim tvö mörk. Hann kemur upp úr unglingaakademíu Chelsea en hann á töluvert af yngri landsleikjum með enska landsliðinu.

Enzo Barrenechea er 23 ára miðjumaður sem var á láni allt seinasta tímabil hjá Frosinone. Þar spilaði hann 39 leiki í öllum keppnum og skoraði eitt mark.

Nú á bara eftir að tilkynna félagskiptin en Fabrizio Romano segir að samkomulag milli liðanna sé komið í hús.


Athugasemdir
banner
banner