Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   lau 22. júní 2024 22:45
Sölvi Haraldsson
Nagelsmann áhyggjufullur: Eins og að keyra á sumardekkjum yfir veturinn
Þjálfari þýska landsliðsins
Þjálfari þýska landsliðsins
Mynd: EPA
Annað kvöld fara fram tveir leikir á Evrópumótinu, meðal annars leikur Þýskalnds og Sviss. Julian Nagelsmann, þjálfari þýska landsliðsins, sagði það á blaðamannafundi í dag að hann hefur áhyggjur af ástandinu á vellinum í Frankfurt þar sem þeir munu mæta Sviss annað kvöld.

„Ég lifi í voninni að grasið haldist gott, en vonin er ekki mikil. Grasið er einfaldlega ekki gott - mjög hált og mjúkt.“ sagði Nagelsmann og bætti svo við í léttum dúr.

„Þetta er eins og að keyra á sumardekkjum yfir veturinn.“

Julian Nagelsmann talar um að eftir að það var spilaður NFL leikur á grasinu hefur grasið ekki náð að vaxa nægilega vel aftur eftir það.

„Eftir NFL leikina (sem voru spilaðir á vellinum), hefur grasið ekki náð að vaxa nógu vel. Ég er ekkert áhyggjufullur með að spila leikinn en ég hef áhyggjur af meiðslum. Við höfum séð leikmenn eins og Jude Bellingham hjá Englandi vera í veseni eftir að spila á vellinum. Ef þú rennur ert þú í góðri hættu á að meiðast.“

Leikurinn byrjar klukkan 19:00 á morgun og verður spilaður í Frankfurt. Ætli Nagelsmann hvíli leikmann útaf ástandinu á vellinum og auðvitað þar sem liðið er nú þegar komið upp úr riðlinum?


Athugasemdir
banner
banner
banner