Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fim 22. júlí 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Formiga heldur áfram að setja met
Kvenaboltinn
Brasilíska goðsögnin Formiga hefur sett ófá metin í kvennaboltanum en þessi 43 ára leikmaður er nú með Brasilíu á Ólympíuleikunum.

Brasilía vann 5-0 sigur gegn Kína þar sem miðjumaðurinn Formiga var í eldlínunni.

Hún er fyrsti fótboltamaðurinn sem spilar á sjö Ólympíuleikum og á leikjametið á leikunum, alls 30 leiki.

Þá varð hún elsti kvenmaðurinn til að spila í fótboltakeppni Ólympíuleikanna en hún er 43 ára og fjögurra mánaða gömul.

Hún er elsti leikmaður til að spila á HM kvenna (41 árs) og elsti markaskorari HM (37 ára). Þá er hún eini leikmaðurinn sem hefur spilað á sjö heimsmeistaramótum.
Athugasemdir