Þeir Birgir Baldvinsson og Sveinn Margeir Hauksson léku á laugardag sinn síðasta leik fyrir KA á þessu tímabili. Þeir eru að fara vestur til Bandaríkjanna í háskólanám.
KA hefur fengið inn Darko Bulatovic sem getur komið inn vinstra megin í vörnina, en enginn til þessa hefur enginn komið inn sem getur hjálpað til við að leysa skarð Sveins.
Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson í dag. Hvað ætlar þjálfarinn að gera til að leysa það að Sveinn Margeir verður ekki meira með?
KA hefur fengið inn Darko Bulatovic sem getur komið inn vinstra megin í vörnina, en enginn til þessa hefur enginn komið inn sem getur hjálpað til við að leysa skarð Sveins.
Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson í dag. Hvað ætlar þjálfarinn að gera til að leysa það að Sveinn Margeir verður ekki meira með?
„Við erum með kantara í okkar hópi, Jakob (Snær Árnason) er byrjaður að spila. Svo erum við bara að ræða hlutina, við erum alltaf opnir fyrir styrkingum en það er ekki þannig að það sé búið að ákveða eitt eða neitt. Við erum bara að skoða gluggann og erum ekkert feimnir með það að við erum að skoða leikmenn. Ef við finnum eitthvað sem passar vel fyrir okkur þá erum við tilbúnir að fá inn leikmann. En eins og staðan er í dag þá er enginn að fara skrifa undir hér í dag eða á morgun," sagði Haddi.
Ferðu inn í gluggann og hugsar að þú verðir að fá inn leikmann fram á við inn í hópinn?
„Nei, ég ætla ekki að fara ræða það í fjölmiðlum hvað ég ræði við mína stjórn og þjálfara. En það er klárt mál að við erum að missa tvo frábæra leikmenn og frábæra karaktera. Auðvitað vill maður hafa eins sterkt lið og mögulegt er, en það er ekki spurning að hópurinn er nógu stór. Darko er kominn inn, Jakob er orðinn heill og Viðar Örn er farinn að spila meira. Það er ekki þannig að ég þurfi að stækka hópinn meira."
„Þetta er bara eitthvað bull
Haddi var svo spurður út í ummæli Hjörvars Hafliðasonar sem hvatti frænda sinn Ásgeir Sigurgeirsson til þess að yfirgefa KA. Haddi hló áður en hann svaraði.
15.07.2024 13:13
Segir Ásgeiri að koma sér frá KA - „Þetta er bara djók"
„Ásgeir Sigurgeirsson er frábær leikmaður fyrir KA, er fyrirliði KA og er að taka þátt í hverjum einasta leik. Er þetta ekki smá sagt í gríni? Þeir eru skyldir. Ásgeir er ekki að fara neitt, hann er að standa sig vel fyrir KA og er fyrirliðinn minn. Þetta er bara eitthvað bull," sagði Haddi.
Athugasemdir