Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mán 22. júlí 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
West Ham bíður eftir Todibo - Summerville á óskalistanum
Jean Clair Todibo.
Jean Clair Todibo.
Mynd: Getty Images
West Ham er að bíða eftir svari frá franska miðverðinum Jean Clair Todibo. Lundúnafélagið hefur náð samkomulagi um kaupverð á Todibo en leikmaðurinn vill frekar fara til Juventus.

Nice samþykkti 36 milljón evra tilboð frá West Ham í Todibo en Juventus hefur ekki enn náð samkomulagi um hann. ítalska félagið er í viðræðum við Nice þessa stundina.

West Ham er að skoða aðra möguleika ef Todibo samþykkir ekki að ganga í raðir félagsins. Þar á meðal eru Oumar Solet frá Salzburg og Fikayo Tomori frá AC Milan.

Lundúnafélagið, sem réð Julen Lopetegui sem nýjan stjóra á dögunum, er einnig að skoða kosti í öðrum stöðum. Bakverðirnir Kyle Walker-Peters og Aaron Wan-Bissaka eru undir smásjá félagsins og þá er Crysencio Summerville, kantmaður Leeds, á óskalistanum.

Summerville var frábær fyrir Leeds í Championship-deildinni á síðasta tímabili en hann á tvö ár eftir af samningi sínum þar.
Athugasemdir
banner
banner