Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. ágúst 2019 22:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba annar í vítaspyrnumörkum - Hann og Gylfi klúðrað oftast
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Luka Milivojevic.
Luka Milivojevic.
Mynd: Getty Images
Chronicle birti í dag lista yfir þá leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sem hafa skorað úr flestum vítaspyrnum frá byrjun síðustu leiktíðar.

Það ætti ekki að koma neinum á óvart hver vermir toppsætið. Það er Luka Milivojevic, miðjumaður Crystal Palace. Hann er frábær vítaskytta og hefur skorað úr níu vítaspyrnum frá byrjun síðasta tímabils.

Paul Pogba er í öðru sæti. Hann hefur skorað úr sjö vítaspyrnum, en hann hefur einnig klúðrað fjórum.

Pogba klúðraði vítspyrnu í 1-1 jafntefli gegn Úlfunum um síðustu helgi. Hann og einn annar leikmaður hafa klúðrað fleiri en einni vítaspyrnu frá byrjun síðasta tímabils að því er kemur fram á Chronicle. Hinn leikmaðurinn er Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Everton og íslenska landsliðsins.

Á síðasta tímabili skoraði Gylfi úr tveimur vítaspyrnum en klúðraði þremur.

Hér að neðan má sjá listann yfir leikmenn sem hafa skorað úr flestum vítaspyrnum frá byrjun síðasta tímabils í ensku úrvalsdeildinni.

Luka Milivojevic (Crystal Palace) - 9
Paul Pogba (Manchester United) - 7
Joshua King (Bournemouth) - 6
Harry Kane (Tottenham) - 4
Pierre-Emerick Aubameyang (Arsenal) - 4
Glenn Murray (Brighton) - 4
Jamie Vardy (Leicester) - 4
James Milner (Liverpool) - 3
Mark Noble (West Ham) - 3
Mohamed Salah (Liverpool) -3
Danny Ings (Southampton) - 3
Gylfi Sigurdsson (Everton) - 2
Ruben Neves (Wolves) - 2
Raul Jimenez (Wolves) - 2
Ashley Barnes (Burnley) - 2
Athugasemdir
banner
banner
banner