Vængmaðurinn Adolf Daði Birgisson verður væntanlega ekki meira með Stjörnunni á þessu tímabili vegna meiðsla. Þessi 18 ára strákur hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu í Bestu deildinni.
Hann hefur leikið fimmtán leiki í deildinni í sumar og skorað þrjú mörk; gegn Leikni, Víkingi og FH. Stjarnan tapaði sínum öðrum leik í röð þegar liðið beið lægri hlut gegn KA.
„Hann er líklega frá út tímabilið. Gudmundur Baldvin (Nökkvason) var heldur ekki með í dag vegna meiðsla sem áttu sér stað á fimmtudaginn. Hann meiddist á hné, sjáum hvað hann verður lengi frá, vonandi var þetta væg tognun og hann klár fljótlega," sagði Ágúst Gylfason eftir leik í Garðabænum í gær. „Fótboltinn er svona og við verðum bara að glíma við þetta."
Hann hefur leikið fimmtán leiki í deildinni í sumar og skorað þrjú mörk; gegn Leikni, Víkingi og FH. Stjarnan tapaði sínum öðrum leik í röð þegar liðið beið lægri hlut gegn KA.
„Hann er líklega frá út tímabilið. Gudmundur Baldvin (Nökkvason) var heldur ekki með í dag vegna meiðsla sem áttu sér stað á fimmtudaginn. Hann meiddist á hné, sjáum hvað hann verður lengi frá, vonandi var þetta væg tognun og hann klár fljótlega," sagði Ágúst Gylfason eftir leik í Garðabænum í gær. „Fótboltinn er svona og við verðum bara að glíma við þetta."
Næsti leikur Stjörnunnar, sem er í fimmta sæti, verður gegn ÍBV í Vestmannaeyjum næsta sunnudag.
Guðmundur Baldvin Nökkvason er meiddur á hné.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir