Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 22. september 2020 18:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
2. deild: Annar sigur ÍR í röð - Aftur kom Viktor inn og tryggði sigur
Ívan Óli skoraði fyrra mark ÍR.
Ívan Óli skoraði fyrra mark ÍR.
Mynd: Jóhanna Kristín Hauksdóttir
ÍR 2 -1 Haukar
1-0 Ívan Óli Santos ('8)
1-1 Kristófer Dan Þorðarson ('32)
2-1 Viktor Örn Guðmundsson ('75)

ÍR vann í dag lið Hauka í fyrsta leik 18. umferðar í 2. deild karla.

Ívan Óli Santos kom heimamönnum í ÍR yfir snemma leiks en Kristófer Dan jafnaði leikinn eftir ríflega hálftíma leik.

Viktor Örn Guðmundsson kom inn á sem varamaður gegn Njarðvík í síðustu umferð og tryggði þar sigur í uppbótartíma. Viktor kom inn á í fyrri hálfleik í dag og skoraði hann sigurmark leiksins á 75. mínútu.

Annar sigur ÍR í röð staðreynd en Haukar hafa tapað tveimur leikjum í röð. 18. umferðin klárast með fimm leikjum á morgun.

ÍR svo gott sem stimplar sig út úr allri fallbaráttu með sigrinum og von Hauka um sæti í næstefstu deild að ári er á sama tíma svo gott sem úti.
Athugasemdir
banner
banner
banner