Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 22. september 2020 23:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Barcelona leyfir Luis Suarez að fara til Atletico
Mynd: Getty Images
Luis Suarez hefur fengið grænt ljós frá Barcelona um að ganga í raðir Atletico Madrid. Þetta kemur fram í grein Guillem Balague á BBC í kvöld.

Atletico lánaði í kvöld Alvaro Morata til Juventus og mun Suarez fylla skarð spænska framherjans.

Suarez er ekki í áformum Barcelona og var félagið tilbúið að leyfa honum að fara á frjálsri sölu gegn því að hann myndi ekki ganga í raðir samkeppnisaðila.

Úrúgvæski framherjinn samþykkti að taka á sig launalækkun og semja við Atletico eftir að skipti til Juventus féllu upp fyrir sig. Þar sem Atletico er samkeppnisaðili vill Barca fá allt að fjórar milljónir evra fyrir Suarez og mun upphæðin fara eftir árangri Atletico á þessari leiktíð.

Suarez, sem er 33 ára, mun fá fimmtán milljónir evra í árslaun hjá Atletico. Þetta eru endalok ferils Suarez hjá Barcelona en hann gekk í raðir félagsins frá Liverpool árið 2014.

Sjá einnig:
Suarez sakaður um að svindla á ítölskuprófi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner