mið 22. september 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tzolis gerði stór mistök gegn Liverpool
Tzolis ræddi við Adam Idah áður en hann fór á punktinn. Idah hafði sennilega skoðun á því hver tæki vítið.
Tzolis ræddi við Adam Idah áður en hann fór á punktinn. Idah hafði sennilega skoðun á því hver tæki vítið.
Mynd: Getty Images
Christos Tzolis tók vítaspyrnu Norwich gegn Liverpool í enska deildabikarnum í gær. Liverpool vann leikinn 3-0 svo glöggir átta sig á því að Tzolis tókst ekki að skora úr spyrnu sinni.

Daniel Farke, stjóri Norwich, var ósáttur við Tzolis vegna þess að Grikkinn átti aldrei að taka vítaspyrnuna.

„Hann var ekki á blaði, þetta voru stór mistök," sagði Farke í viðtali við Sky Sports eftir leikinn. Tzolis hefði getað jafnað leikinn í 1-1 undir lok fyrri hálfleiks en vítaspyrnan var léleg og svo gott sem á mitt markið. Caoimhin Kelleher varði vítaspyrnuna með löppunum.

Tzolis er nítján ára Grikki. „Ég var svolítið argur yfir því að enginn af eldri leikmönnunum skyldi ekki átta sig á að hann átti ekki að taka vítið," sagði Farke sem vildi ekki segja hver hefði átt að taka vítaspyrnuna.

Vítaspyrnudóminn og vítið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner