Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 22. september 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Patterson borinn útaf eftir að hafa meiðst á hné
Nathan Patterson liggur hér meiddur
Nathan Patterson liggur hér meiddur
Mynd: EPA

Nathan Patterson landsliðsmaður Skotlands og leikmaður Everton meiddist í leiknum gegn Úkraínu í Þjóðadeildinni í gær.


Þetta lítur ekki vel út en hann er farinn aftur til Everton og fer í frekari skoðun þar. Steve Clarke stjóri skoska liðsins er hræddur um að þetta sé slæmt.

„Þetta lítur ekki vel út, við krossum fingur um að þetta sé ekki of slæmt," sagði Clarke.

James McFadden fyrrum leikmaður Everton var að lýsa leiknum á BBC í gær.

„Patterson er að benda á innanvert hnéið sem segir að þetta sé miðlægt liðband. Ég hef meiðst þar áður og það er mjög vont þegar sjúkraþjálfarinn er að skoða þetta. Vonandi er þetta ekki of slæmt," sagði McFadden.

Næsti hreinræktaði hægri bakvörður Everton er hinn 33 ára gamli Seamus Coleman.


Athugasemdir
banner
banner
banner