Dean Martin hefur verið þjálfari Selfyssinga síðan 2018 en eftir að liðið féll úr Lengjudeildinni um síðustu helgi er útlit fyrir að þjálfarabreytingar verði.
Í Innkastinu er sagt að útlit sé fyrir að hann komi inn í þjálfarateymi ÍA og verði aðstoðarmaður Jóns Þórs Haukssonar ásamt því að sjá um styrktarþjálfun.
Í Innkastinu er sagt að útlit sé fyrir að hann komi inn í þjálfarateymi ÍA og verði aðstoðarmaður Jóns Þórs Haukssonar ásamt því að sjá um styrktarþjálfun.
„Mér finnst það sniðugt hjá Skaganum. Dean Martin er frábær fitness þjálfari og er með sína menn í standi," segir Baldvin Már Borgarsson í þættinum.
„Þetta er líka í takt við það sem ÍA hefur talað um að eyða peningunum í, auka umgjörðina og koma með meiri fagmennsku í innviðina."
Dean Martin var leikmaður ÍA og var áður aðstoðarþjálfari hjá liðinu 2010-2013. Hann ku vera búsettur á Akranesi.
Í þættinum er einnig rætt um hver gæti tekið við Selfossliðinu ef satt reynist að Dean Martin sé að fara til ÍA.
Athugasemdir