Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 22. september 2023 10:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hugleikur glaður með samstarfið við Lyngby
Þjálfarinn Freyr Alexandersson
Þjálfarinn Freyr Alexandersson
Mynd: Per Kjærbye
Íslendingafélagið Lyngby hefur eflt sína Íslandstengingu enn frekar því á heimasíðu félagsins er nú hægt að kaupa boli sem hannaðir eru af listamanninum Hugleiki Dagssyni.

Bolirnir, svokallðir 'HÚ!' bolir vísa í Víkingaklappið heimsfræga. Einnig er hægt að fá 'HÚ!' bolla.

Fótbolti.net hafði samband við Hugleik og spurði hvernig samstarfið hefði komið til.

Hann sagði markaðsdeild Lyngby hafa sett sig í samband við sig og sagan væri í raun ekki flóknari en það. „Ég er voða glaður með þetta samstarf," sagði listamaðurinn.

Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Birgir Finnsson eru leikmenn aðalliðsins.

Næsti leikur liðsins er gegn Vejle á heimavelli í kvöld.

Sjá einnig:
Gylfi í hóp á morgun - „Var með nokkra möguleika á Íslandi"
Stöðutaflan Danmörk Danmörk - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 FCK 17 9 6 2 32 19 +13 33
2 Midtjylland 17 10 3 4 31 22 +9 33
3 Randers FC 17 8 6 3 31 19 +12 30
4 AGF Aarhus 17 7 7 3 30 17 +13 28
5 Brondby 17 7 6 4 31 22 +9 27
6 Silkeborg 17 6 8 3 29 23 +6 26
7 FC Nordsjaelland 17 7 5 5 30 29 +1 26
8 Viborg 17 5 6 6 29 27 +2 21
9 AaB Aalborg 17 4 5 8 18 31 -13 17
10 Sonderjylland 17 4 4 9 21 37 -16 16
11 Lyngby 17 1 7 9 12 24 -12 10
12 Vejle 17 1 3 13 16 40 -24 6
Athugasemdir