Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 22. september 2023 09:39
Elvar Geir Magnússon
Jacob Murphy eins og barn á jólunum - „Saug alla upplifunina í sig“
Jacob Murphy, 28 ára leikmaður Newcastle, upplifði drauminn í vikunni þegar hann spilaði sinn fyrsta Meistaradeildarleik. Hann var í byrjunarliðinu í markalausu jafntefli gegn AC Milan á Ítalíu og þegar Meistaradeildarstefið ómaði fyrir leik var hann eins og barn á jólunum.

Murphy hefur spilað mörg tímabil sem lánsmaður í neðri deildum en er nú kominn á stærsta svið Evrópufótboltans með Newcastle.

„Ég hef séð myndband af honum brosandi fyrir leik, hann saug alla upplifunina í sig. Þetta var risastór áfangi á ferli hans og Jacob naut stundarinnar í botn," segir Eddie Howe, stjóri Newcastle.

„Mér fannst hann magnaður fyrir okkur á síðasta tímabili og brást aldrei. Hann lagði alltaf sitt að mörkum. Hann er svakalega áreiðanlegur og það er stóra málið fyrir mig. Maður veit alltaf hvað maður fær frá honum. Varnarlega er hann mjög góður og hann getur ógnað sóknarlega líka. Mér fannst hann vinna gott starf fyrir liðið í Mílanó."


Athugasemdir
banner
banner