Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 22. september 2023 12:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd staðfestir ráðningu á virtum lækni sem kemur frá Arsenal
Manchester United hefur staðfest að læknirinn Gary O’Driscoll sé búinn að skrifa undir samning við félagið.

Hann verður yfirmaður læknamála hjá félaginu og mun vinna með karla- og kvennaliðinu, og akademíunni líka.

O’Driscoll hefur varið síðustu 14 árum í svipuðu hlutverki hjá Arsenal og hjálpað til í meira en 600 leikjum.

Hann kemur til Man Utd þegar níu leikmenn eru á meiðslalistanum en vonandi fyrir félagið þá hjálpar hann við að laga þessa meiðslakrísu sem er komin upp.

„O'Driscoll er einn reyndasti og virtasti leiðtogi sem til er í íþróttalækningum," segir í yfirlýsingu Man Utd vegna ráðningu hans.

O'Driscoll hefur verið stuðningsmaður Man Utd alla ævi.
Athugasemdir