Manchester United hefur staðfest að læknirinn Gary O’Driscoll sé búinn að skrifa undir samning við félagið.
Hann verður yfirmaður læknamála hjá félaginu og mun vinna með karla- og kvennaliðinu, og akademíunni líka.
Hann verður yfirmaður læknamála hjá félaginu og mun vinna með karla- og kvennaliðinu, og akademíunni líka.
O’Driscoll hefur varið síðustu 14 árum í svipuðu hlutverki hjá Arsenal og hjálpað til í meira en 600 leikjum.
Hann kemur til Man Utd þegar níu leikmenn eru á meiðslalistanum en vonandi fyrir félagið þá hjálpar hann við að laga þessa meiðslakrísu sem er komin upp.
„O'Driscoll er einn reyndasti og virtasti leiðtogi sem til er í íþróttalækningum," segir í yfirlýsingu Man Utd vegna ráðningu hans.
O'Driscoll hefur verið stuðningsmaður Man Utd alla ævi.
Athugasemdir