Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 22. september 2023 09:57
Elvar Geir Magnússon
Nagelsmann stýrir Þýskalandi á EM (Staðfest)
Mynd: EPA
Þýska fótboltasambandið hefur staðfest ráðningu á Julian Nagelsmann og mun hann stýra Þýskalandi á EM á næsta ári, þar sem Þjóðverjar eru gestgjafar.

Nagelsmann, sem var rekinn frá Bayern München í mars, skrifaði undir samning sem gildir framyfir Evrópumótið.

Nagelsmann var orðaður við Tottenham og Chelsea áður en aðrir voru ráðnir þangað.

Hinn 36 ára Nagelsmann kemur í stað Hansi Flick sem var rekinn nýlega en úrslit þýska liðsins hafa verið slæm. Liðið tapaði 4-1 fyrir Japan í vináttulandsleik fyrr í þessum mánuði.

Fyrsti leikur var tæplega tvö ár sem stjóri Bayern en hans fyrsti leikur sem landsliðsþjálfari verður vináttulandsleikur gegn Bandaríkjunum sem spilaður verður í Connecticut í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner