Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 22. september 2023 09:02
Elvar Geir Magnússon
Ödegaard skrifaði undir nýjan fimm ára samning (Staðfest)
Martin Ödegaard fyrirliði Arsenal hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við félagið. Norski miðjumaðurinn, 24 ára, hefur skorað 27 mörk og átt 15 stoðsendingar í 112 leikjum fyrir félagið.

Ödegaard kom fyrst til Arsenal á láni en gekk alfarið í raðir félagsins frá Real Madrid í ágúst 2021. Hann lék í 37 af 38 deildarleikjum á síðasta tímabili, þegar Arsenal endaði í öðru sæti.

„Af ýmsum ástæðum var það mjög auðveld ákvörðun fyrir mig að skrifa undir nýjan samning. Aðallega því það sem við erum að gera núna sem félag er sérstakt og ég vil vera hluti af því," segir Ödegaard.

„Ég er svakalega spenntur fyrir því sem er framundan. Ég hef fundið stað þar sem ég get fest niður rætur og kallað þetta heimili mitt."

Ödegaard er einnig fyrirliði norska landsliðsins og hefur leikið 53 landsleiki. Hann er nú bundinn Arsenal til sumarsins 2028. Hann hefur skorað þrjú mörk í sjö leikjum fyrir Arsenal á þesu tímabili.

Gæði og þroski í öllu sem hann gerir
„Að Martin hadi skrifað undir nýjan langtímasamning eru gríðarlega góðar fréttir fyrir alla sem tengjast Arsenal. Hann er fyrirliði okkar og mjög virt persóna hjá félaginu. Hann er frábær fyrirmynd og atvinnumaður, kemur með gæði og þroska í öllu sem hann gerir," segir Mikel Arteta, stjóri Arsenal.

Ödegaard var barnastjarna á sínum tíma en gekk illa að festa sig í sessi hjá Real Madrid. Hann var lánaður til Heerenveen og Vitesse í Hollandi og Real Sociedad á Spáni áður en hann kom til London í janúar 2021.

„Ég var að flakka milli mismunandi félaga síðan ég varð sextán ára. Mér hefur liðið mjög vel hjá Arsenal frá degi eitt og þetta er mitt heimili. Ég vil þakka öllu starfsfólki félagsins og að sjálfsögðu okkar frábæru stuðningsmönnum," segir Ödegaard.




Athugasemdir