Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 22. september 2023 21:33
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Inaki Williams hetjan í grannaslagnum
Mynd: EPA

Alaves 0 - 2 Athletic Bilbao
0-1 Inaki Williams ('18)
0-2 Ohian Sancet ('76)


Inaki Williams var hetjan í kvöld er Athletic Bilbao heimsótti Alaves í fyrsta leik helgarinnar í efstu deild Spánar, La Liga. Liðin mættust í alvöru grannaslag í Baskalandi þar sem aðeins um 60 kílómetrar eru á milli Bilbao og Vitoria-Gasteiz, þar sem Alaves leikur heimaleiki sína.

Williams skoraði eftir átján mínútna leik en heimamenn í Alaves voru sterkari aðilinn á vellinum. 

Það vantaði smá gæði og heppni í lið heimamanna því þeim tókst ekki að skora þrátt fyrir góð tækifæri, en Williams er leikmaður sem býr yfir óneitanlegum gæðum og lagði hann annað mark gestanna upp í síðari hálfleik.

Williams gaf stoðsendingu á Ohian Sancet sem tvöfaldaði forystuna og gerði út um viðureignina.

Williams og Athletic hafa farið vel af stað á nýju tímabili þar sem liðið er með 13 stig eftir 6 umferðir. Williams er búinn að skora þrjú og gefa tvær stoðsendingar, en yngri bróðir hans Nico Williams er fjarverandi vegna meiðsla. Nico er talinn geta orðið betri leikmaður heldur en Inaki hefur nokkurn tímann verið.

Inaki Williams er 29 ára gamall og hefur skorað 87 mörk í 388 leikjum með Athletic. Hann lék lengst af sem kantmaður eða framherji á ferlinum en er nýlega byrjaður að spila á miðjunni.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 34 25 4 5 91 33 +58 79
2 Real Madrid 34 23 6 5 69 33 +36 75
3 Atletico Madrid 34 19 10 5 56 27 +29 67
4 Athletic 34 16 13 5 50 26 +24 61
5 Villarreal 34 16 10 8 60 47 +13 58
6 Betis 34 16 9 9 52 42 +10 57
7 Celta 34 13 7 14 52 52 0 46
8 Osasuna 34 10 14 10 42 50 -8 44
9 Vallecano 34 11 11 12 36 42 -6 44
10 Mallorca 34 12 8 14 31 39 -8 44
11 Real Sociedad 34 12 7 15 32 37 -5 43
12 Valencia 34 10 12 12 40 51 -11 42
13 Getafe 34 10 9 15 31 31 0 39
14 Espanyol 34 10 9 15 36 44 -8 39
15 Sevilla 34 9 11 14 37 46 -9 38
16 Girona 34 10 8 16 41 52 -11 38
17 Alaves 34 8 11 15 35 46 -11 35
18 Las Palmas 34 8 8 18 40 56 -16 32
19 Leganes 34 6 13 15 32 51 -19 31
20 Valladolid 34 4 4 26 25 83 -58 16
Athugasemdir
banner
banner