De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   fös 22. september 2023 17:58
Ívan Guðjón Baldursson
Viðar kom inn fyrir Rooney og skoraði tveimur mínútum síðar
watermark
Mynd: CSKA 1948 Sofia

CSKA Sofia 1948 1 - 1 Cherno More
0-1 Atanas Iliev ('45)
1-1 Viðar Örn Kjartansson ('73)


Viðar Örn Kjartansson byrjaði á bekknum hjá CSKA Sofia 1948 sem tók á móti Cherno More í efstu deild í Búlgaríu.

Atanas Iliev tók forystuna fyrir Cherno More sem var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en heimamenn tóku völdin í síðari hálfleik og verðskulduðu jöfnunarmarkið þegar Viðar Örn fékk að spreyta sig.

Viðari Erni var skipt inn fyrir Wankewai Rooney á 71. mínútu leiksins og var hann búinn að skora aðeins tveimur mínútum síðar.

Þetta er hans fyrsta mark frá komu sinni til Búlgaríu en hann hefur verið að nota síðustu vikur til að koma sér í gott stand hjá nýju félagi.

Viðar er 33 ára gamall og lék síðast hjá Atromitos í Grikklandi. Hann hefur leikið fyrir félög í efstu deildum í Noregi, Tyrklandi, Rússlandi, Svíþjóð, Ísrael og Kína - auk Íslands.

Hann hefur komið við sögu í 32 A-landsleikjum með Íslandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner