Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   mán 22. september 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Bernardo Silva: Þetta er ekki sanngjarnt
Mynd: EPA
Bernardo Silva, leikmaður Manchester City, segir að Arsenal hafi fengið forskot fyrir viðureign liðanna í gær með leikjadagskrá sinni.

Gabriel Martinelli skoraði í uppbótartíma og tryggði Arsenal 1-1 jafntefli á Emirates vellinum. City fékk 66 tíma til að búa sig undir leikinn eftir að hafa unnið 2-0 sigur gegn Napoli í Meistaradeildinni á fimmtudag.

Arsenal spilaði í Meistaradeildinni á þriðjudag og vann þá 2-0 sigur gegn Athletic Bilbao.

„Þetta er ekki sanngjarnt. Það er rangt að hafa þetta. Við getum ekki verið að koma inn í einn mikilvægasta leik tímabilsins þar sem andstæðingurinn fær svona forskot þegar kemur að hvíld," segir Silva.

„Ég fann að maður var ekki í sem besta ástandi til að spila og þegar þú spilar svona leik þá þarftu að vera upp á þitt besta. Þegar það eru svona stórleikir verður að sýna stöðunni skilning."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner