Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
banner
   mán 22. september 2025 20:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dembele valinn bestur eftir frábært tímabil - Yamal í öðru sæti
Mynd: EPA
Ousmane Dembele vann Gullboltann á Ballon d'Or verðlaunahátíðinni í kvöld eftir frábært tímabil með PSG.

Dembele átti stórkostlegt tímabil en hann skoraði 35 mörk og lagði upp 16 í öllum keppnum.

PSG vann þrennuna, frönsku deildina og bikarinn. Þá vann liðið Meistaradeildina með ótrúlegum yfirburðum í úrslitaleiknum þar sem liðið lagði Inter 5-0.

Liðið sló út Liverpool, Aston Villa og Arsenal á leið sinni í úrslitaleikinn. Dembele skoraði átta mörk og lagði upp fimm í 15 leikjum í Meistaradeildinni.

Lamine Yamal, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var valinn besti ungi leikmaðurinn fyrr í kvöld en hann var í 2. sæti í keppninni um Ballon d'Or.

Vitinha, Achraf Hakimi, Kylian Mbappe og Nuno Mendes, liðsfélagar Dembele hjá PSG, voru í topp tíu. Mohamed Salah var í 4. sæti, Cole Palmer í 8. sæti og Gianluigi Donnarumma í 9. sæti en hann var valinn besti markvörðurinn.

Topp tíu
1. Ousmane Dembele
2. Lamine Yamal
3. Vitinha
4. Mohamed Salah
5. Raphinha
6. Achraf Hakimi
7. Kylian Mbappe
8. Cole Palmer
9. Gianluigi Donnarumma
10. Nuno Mendes


Athugasemdir
banner