Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
banner
   mán 22. september 2025 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Donnarumma valinn besti markvörðurinn - Alisson í öðru sæti
Mynd: EPA
Gianluigi Donnarumma fékk Yashin verðlaunin á Ballon d'Or verðlaunahátíðinni í kvöld. Verðlaunin eru veitt besta markverðinum á síðustu leiktíð. Hann vann einnig verðlaunin árið 2021.


Donnarumma var í liði PSG sem vann Meistaradeildina með þónokkrum yfirburðum en liðið valtaði yfir Inter 5-0 í úrslitum eftir að hafa slegið út Liverpool, Aston Villa og Arsenal á leið sinni í úrslitaleikinn.

Donnarumma lék lykilhlutverk í liðinu en náði ekki samkomulagi við PSG um nýjan samning og hélt til Man City í sumar.

Alisson, markvörður Englandsmeistara Liverpool, var í öðru sæti.

Hannah Hampton, markvörður Chelsea og enska landsliðsins, var valin besti markvörðurinn í kvennaflokki en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt í kvennaflokki. Chelsea varð enskur meistari á síðustu leiktíð og England Evrópumeistari í sumar.


Athugasemdir
banner