PSG var valið lið ársins á Ballon d'Or verðlaunahátíðinni í París í kvöld. Liðið vann þrennuna á síðustu leiktíð, frönsku deildina og bikarinn ásamt Meistaradeildinni.
Liðið var sannfærandi í Meistaradeildinni þar sem liðið vann Liverpool, Aston Villa og Arsenal á leið sinni í úrslitaleikinn.
Liðið var sannfærandi í Meistaradeildinni þar sem liðið vann Liverpool, Aston Villa og Arsenal á leið sinni í úrslitaleikinn.
Þar mætti liðið Inter og valtaði yfir ítalska liðið 5-0.
Luis Enrique stýrir liðinu og hann var valinn þjálfari ársins. Hann er ekki viðstaddur hátíðina þar sem hann var í Marseille að stýra PSG. Marseille vann leikinn 1-0 en nokkrir af lykilmönnum PSG eru á verðlaunahátíðinni.
Ousmane Dembele er á meiðslalistanum og er á hátíðinni en hann er talinn líklegastur til að vera valinn besti leikmaðurinn.
Luis Enrique from @PSG_inside is the Men's Johan Cruyff Trophy winner!
— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025
He got a message for us ????#ballondor pic.twitter.com/I9lzAXSQz1
Athugasemdir