Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson voru í byrjunarliði Norrköping þegar liðið vann frábæran sigur gegn AIK í sænsku deildinni í dag.
Norrköping var með 2-0 forystu í hálfleik og bættu við þriðja markinu áður en AIK svaraði. 3-1 lokatölur.
Norrköping var með 2-0 forystu í hálfleik og bættu við þriðja markinu áður en AIK svaraði. 3-1 lokatölur.
Hinn 18 ára gamli Jónatan Guðni Arnarsson kom inn á sem varamaður í blálokin en þetta var sjötti leikurinn hans fyrir liðið á tímabilinu.
Norrköping er í 10. sæti með 29 stig eftir 24 umferðir en AIK er í 3. sæti með 43 stig.
Gísli Eyjólfsson kom inn á í uppbótatíma þegar Halmstad vann Varnamo 2-1. Halmstad er í 13. sæti með 25 stig en Varnamo á botninum með 12 stig.
Aron Einar Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Al-Gharafa sem tapaði 5-2 gegn Muaaither í bikarkeppninni í Katar. Þetta er deildakeppni en Al-Gharafa er með eitt stig eftir tvær umferðir.
Athugasemdir