Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   mán 22. september 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Fyrrum leikmaður Man Utd hefur komið Alonso skemmtilega á óvart
Alvaro Carreras í leik með Real Madrid.
Alvaro Carreras í leik með Real Madrid.
Mynd: EPA
Xabi Alonso, stjóri Real Madrid, hrósar vinstri bakverðinum Alvaro Carreras og segir hann hafa komið sér skemmtilega á óvart.

Carreras er 22 ára og var í herbúðum Manchester United 2020-24 án þess að spila fyrir aðallið félagsins. Hann var lánaður til Preston og Granada áður en hann gekk í raðir Benfica.

Í sumar gekk hann svo aftur í raðir Real Madrid en hann var hjá félaginu sem táningur.

„Ég var bjartsýnn á að hann gæti nýst okkur vel en bæði karakterinn og keppnisskap hans hafa komið mér á óvart. Hann gerir ekki mörg mistök og hugarfar hans er til fyrirmyndar. Frammistaðan hefur verið frábær," segir Alonso.

„Við erum vel settir í vinstri bakverðinum og erum einnig með Fran Garcia, David Alaba og Ferland Mendy í þeirri stöðu."
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 8 7 0 1 19 9 +10 21
2 Barcelona 8 6 1 1 22 9 +13 19
3 Villarreal 8 5 1 2 14 8 +6 16
4 Betis 8 4 3 1 13 8 +5 15
5 Atletico Madrid 8 3 4 1 15 10 +5 13
6 Elche 8 3 4 1 11 9 +2 13
7 Sevilla 8 4 1 3 15 11 +4 13
8 Athletic 8 4 1 3 9 9 0 13
9 Espanyol 8 3 3 2 11 11 0 12
10 Alaves 8 3 2 3 9 8 +1 11
11 Getafe 8 3 2 3 9 11 -2 11
12 Osasuna 8 3 1 4 7 8 -1 10
13 Levante 8 2 2 4 13 14 -1 8
14 Vallecano 8 2 2 4 8 10 -2 8
15 Valencia 8 2 2 4 10 14 -4 8
16 Celta 8 0 6 2 7 10 -3 6
17 Girona 8 1 3 4 5 17 -12 6
18 Oviedo 8 2 0 6 4 14 -10 6
19 Real Sociedad 8 1 2 5 7 12 -5 5
20 Mallorca 8 1 2 5 7 13 -6 5
Athugasemdir
banner